Tuesday, May 24, 2005

Ég kláraði handritið.

Ég er inn á spítala og er svo heppinn að hafa hér menntað fólk til að diskútera málin við og það er svo hjálpsamt að ég hef fengið tæki færi til að klára mitt fyrsta handrit. Sem er hér að neðan.

32 gluggar og 3 smásögur

eftir örn úlriksson.

Þögnin er gullin


Þögnin er gullin
sagði gömul kona mér.
Ég sagði: Sjálfvera verður
að tala vilji hún vita
eitthvað sem önnur veit...
Þögn... Skilningur...,...,
Við skulum halda áfram
þessari ferð...

Ef þögnin er gulli skrýdd er þá visku nálægt henni að finna?

Er hún gætt frásagnarhæfileikum?

Undrum og dásemdum.

Skilurðu hvað ég er að spyrja um?

Hefur þú upplifað visku lífsins?
Hefurðu sannleikann í huga þér?

Þögnin er fyrir mér sögumaður.
Lífið er hinn mikli listamaður
„kunstner elegans“.
Ég hugsa, þess vegna er ég til
og ég hugsa, það sem ég er.
Ég reyni ekki að vera
né vil ég vera annað en það sem ég er.
Ég er...

Stundin heldur áfram.
Ég er blankur.
Ég hef skoðanir.
Ég er jákvæður með afbrigðum.
Og ég drekk vín og á góðar stundir.
Og verð ekki kjánalegur af sopanum,
þó ég standi á nöfinni á stapanum
þar sem ég les visku lífsins
og er að hugsa um að láta mig svífa fram af huglægt.
Endir...,...,Örn Úlriksson
1976-

Ég hugsa, þess vegna er ég til. Fleyg setning eftir René Descartes 16ándu aldar heimspeking. Hugsunin er tilkomin vegna vangaveltna hans um lífið og veruleikann, hvort hann væri í raun og veru til eða hvort hann væri draumur. Sem er góð og merkileg hugleiðing. En svo bætti ég við setningu hans: Og ég hugsa það sem ég er.
En annars var ég líka að velta fyrir mér tilvistinni, veruleikanum og komst að því að það sem tengdi menn saman væri sameiginlegur efnislegur veruleiki. Samanber ef tveir menn sitja saman í bíl, þá skynja þeir titringinn sem vélin orsakar og skiptir þá engvu hvort menn eru blindir eður ei. Og ef mennirnir eru ekki firrtir geta þeir komið sér saman um framleiðsluefni hans. Eflaust mætti tína eitthvað meira til, sendu mér póst ef þér dettur eitthvað í hug á ulriksson@simnet.is . Annað er huglægur veruleiki og hann er ansi misjafn á stundum og oft fjarri veruleikanum líkt og spár um framvindu hagvaxtar og um verðgildi myntar. Og hugmyndir fólks um hvort annað, þar er veruleiki ekki sá sami og fólk gerir sér oft í hugarlund um.Amfetamín (Afbrigði)


Aftanroði, röðuls skin á sjávarfleti.
Djöfullinn og ég við styðjum leti
Ég ligg og sé hann í huga mér þar sem ég er í mínu fleti.

Drýslar á mér nærast
Dauðinn nær er að færast
Allt farið sem mér áður var kærast

Seint ætla ég að læra
Samviskan farin að láta á sér kræla
Fíknina ég verð að næra

Amfetamín
Ljúfa ramma ástin mín
Ég loka augum mínum og sé kílóa sýn.

Nú ertu farin, ekki lengur hér
Og enginn sorg mína sér
Einn og þungur ég götur mínar fer.

Amfetamín
Ljúfa elskan mín
Í hyllingum ég sá öll kílóin fín

Sóttist eftir fixi
á hverjum degi vonaði að hrúgan yxi
Ég var að finna upp á nýju trixi.

Amfetamín

Aftanroði, röðuls skin á sjávarfleti.
Djöfullinn og ég við styðjum leti
Ég ligg og sé hann í huga mér þar sem ég er í mínu fleti.

Drýslar á mér nærast
Dauðinn nær er að færast
Allt farið er, mér áður var kærast

Seint ætla ég að læra
Samviskan farin að láta á sér kræla
Fíknina ég verð að næra

Amfetamín
Ljúfa ramma ástin mín
Ég loka augum mínum og sé kílóa sýn.

Nú ertu farin, ekki lengur hér
Og engin sorg mína sér
Einn og þungur ég götur mínar fer.

Amfetamín
Ljúfa elskan mín
Í hyllingum ég sá öll kílóin fín

Þau hurfu upp í skýin
og ljós varð öll lygin
og nú reyni ég að forðast dýin

og reka frá mér djöfulinn
fara ekki í fangelsi aftur inn
og segja við Guð: Að eilífu þinn.

Hætta að styðja leti
rífa mig upp úr mínu fleti
ég held að ég „strákurinn“ það geti.

Örn Úlriksson
1976-

Þetta lýsir minni fyrrverandi hjákonu. Sem var harðari og kröfuharðari en flestar sem maður getur sér fundið. Þó var hún þeim kvenmönnum betri er ég kynntist á margan hátt. En menn verða að þroskast og hætta að leika sér. Ég aðlagaði íslenskuna að kvæðinu. Og þá er um að ræða afþvíbara reglu eins og einn Íslensku kennari sagði mér af þegar ég spurði hann um einhverja regluna í íslenskri málfræði. Hann kallaði sumar reglur afþvíbara reglur og þá get ég alveg eins búið til afþvíbara reglu. Þeir eru ekkert yfir mig hafnir sem að gera slíkar reglur.


Angur (Fyrsta útgáfa)


Glit augna þinna
Dáleiðir mig,
togar mig í draums vöku.
Ég verð stjarfur í stjörnubjartri nóttinni.
Döggin drýpur af laufblöðum trjánna
og mig dreymir hjarta þitt
blæðandi í höndum mér
slá sinn síðasta takt.
En er ég vakna til hins firrta raunveruleika
sé ég að það glampar á stjörnur í augum þér
og að þú brosir til mín, það yljar mér um hjarta.
Og angur sálar minnar rennur út úr henni
til þess að blandast angri milljónum annarra
sem berjast við sinn myrka mann í nóttinniHrafnaþingin


Á unglings aldri leit ég hrafnar þing.
Og þótti ekki merkilegt.
En mistíkin af því var mikil og dulúðin stór að öðru fólki fannst.
Söfnuðust þeir saman einn og einn að vetri til.
Og svartur blettur varð á hvítri jörð iðandi af lífi.

Fólkið í kringum mig dáðist af þessari sýn
Og mér fannst það ey tengjast mér.
Þar til hið stærra þing var haldið.
Einhver hundruð hrafna söfnuðust þá saman.
Þá fann ég að það var haldið um mig.

Þá gjörðist stormur í huga mínum
Og sjálfur ég hvarf en er storminum slotaði kom ég
og skrifaði þetta ljóð.


Vitund


Ég lagði eyra mitt upp að veggnum
og heyrði rödd þína hvísla til mín
allri þinni visku.
Ég sneri andliti mínu upp í hvassan vindinn
og fann þá reiði þína
út í okkur öll.
Ég lagði höfuð mitt á hart grjótið,
þar fann ég snertingu þína
strjúkast við vitund mína,
ég horfði á bláan himininn
og fann þá ást þína skilyrðislausa.
Ég lygndi aftur augum mínum
og sá þig.
En er ég opnaði augu mín aftur
varst þú horfin…Borgin okkar Reykjavík


Borgin okkar Reykjavík er bæði köld og grimm,
ógæfunnar menn þar um nætur ráfa
en er hulu nætur er svipt af himni
kaldir þeir þá hörfa í skotin dimm.

Og inni á dimmum bar situr dapurt fólk er syrgir þá dauðu
inn á barinn villast stöku sinnum óreyndar stúlkur
sem í stutta stund fylla allt þar af lífi
en flestir sjá hvernig líf þeirra fer er líta í þeirra augu.

Einnig í okkar fögru borg eru drengir er gæla við nálar.
Þeir bjóða skuggum sínum upp í villtan dans
sem þeir dansa á götunum fínu
en flestir þeir hrasa og deyja borginni sem þá dró á tálar.

Eitt af fyrstu sem ég skrifa. 1993/4.
Takk Rúnar vörður. Hefur birst í mogganum.
CNN FRÉTTALJÓÐ, 2003


Tungumál eru að deyja út
sömuleiðis þjóðflokkar.
Gömul indíánakona, meir í ætt við Inka
heldur en amríku indíánann
talar við sjónvarpið dauðri tungu.
Enginn lærir af- né hlustar á hana.
Hún er ein eftir og sjónvarpið svarar ekki til baka.Ég skrifa þennan knappa texta eftir að hafa horft á frétt á cnn frétta stöðinni sem fjallaði um innreið iðnvæðingar og vestrænnar menningar inn í lokað frumbyggja samfélag. Allir menn, konur og börn voru haldin til borgarinnar eða farinna að taka upp vestræna hætti og gömul kona ein var eftir með sitt mál, menningu og siði. Þetta er ágætis áminning um hvaða áhrif vestræn menning getur haft á lítil samfélög.
The tv is a monster.
Dans


Dansar
ber - fætt
nýtur andartaks
og dásemda

Dansar fram
yfir sumar
fram á haust

Augnablikið ´*´*
varir svo
lengi að það
mætti kalla það

*-eilífðarblik-*

Og mér dettur í hug
spurning ein sem er svo:
Drottning dansar þú svona fyrir alla
eða er þetta aðeins okkar stund?Örn Úlriksson
1976-

Samið upphaflega á Las vegas.Dauðinn og Guð


Ég starði í dauðans augu.
Sá þar speglast andlit mitt.
Það speglaðist þar í augunum dauðu,
Því í þeim var dauft glit.

Var minn tími kominn?
Var komið að mér?
Var hann mættur til að heimta soninn?
Ég varð brothættur sem gler.

Mér leið sem ótti hundruða þúsunda væri mér hjá
er líf sitt Dauðanum guldu
mitt hjarta fáir sjá
og því er ástæða óttans á huldu.

Ekki tók hann mig þó í sinn faðm
Dauðinn í þetta sinn
Heldur lagði yfir axlir mér sinn sterka arm
Og sagði mig vera hermanninn.

Hann sagði:O, hve menn telja sig hafa gnótt af tíma
Áður en uppskera hefst á jörðu hér
Og hve Guðleysið er allsráðandi, þetta er víst mannsins glíma
En lyftið upp steini eða kljúfið við og ekki hann fer.
Einn morgun

Einn morgun birtist mér sýn.
Dökkhærð dís líkust engli-
býður mér góðan dag.
Ég umla og segi: ha.
Ég horfi á hana í svefnrofunum.
Hún getur ekki verið raunveruleg!

Ég sofna á ný og
held áfram göngu minni
um draumsins sléttur.
En þennan morgun á fögrum grundum ég henni mæti
englinum með dökka hárið.

En ég er vakinn áður en snerting næst
því það er kominn hádegismatur.
Ég bíð í röðinni og á endanum kemur að mér.
Og viti menn það er hún sem matarbakkann réttir.
Ég snerti hana.
Örn Úlriksson
1976-

Skrifað í Síðumúlafangelsi 1994/5
Er það svo?

Er það svo
Að allir svíkja
Í bakið stinga
eitruðum rýting
Er veldur sári
Sem ekki er séð
Með augum berum
Og er það virkilega svo
að flestir eru að leika
Einhvern annan en þeir eru
Einungis til að þóknast öðrum
Sem einnig eru að leika
sín misheppnuðu hlutverk
Og þá til þess að þóknast
einhverjum enn öðrum?
Eru allir á höttunum eftir
Því að verða miklir og viðurkenndir?
Hrós og viðurkenning
Frá hræsnara, lygara
Er í mínum augum ekki mikils metið.
En viðurkenning frá góðri samvisku og heiðarleik
Gefur sál minni líf.
En því miður er ég með
hrasgjarnar fætur og
leikararnir í mínu lífi eru
Flestir búnir að glata
Sínu upphafi, trausti.
Og þá einnig sjálfum sér.

Fallega veröld.


Fallega veröld nú kem ég til þín
Eftir að hafa verið villtur
Þú er falleg hrein sem hvítt lín
Þér við hlið ég verð stilltur.

Sýn mín skýr, ég er upp fullur og hýr
og ég geng inn í Paradísargarða
þar er viskan býr
Verð þar í skjóli frá heiminum harða.

Mærð mín á í sálinni heima
rís upp líkt og skínandi hjól
og ég stikla um á milli framandi heima, um himingeima.
Get allt jafnvel klætt mig í kjól…Skrifað á Dekkjaverkstæði í Reykjavík Anno Domini 2001. Inspierd by Þórbergur Þórðarson fæddan 12. mars „eins og ég“ 1888/9- látinn 12. nóvember 1974.

Galdramenn


Galdramenn
bálið logar
líður stund senn
lífið togar

Orðleysi almúgans
ber vott um fáfræði
bjóðum því upp í dans
og seljum honum lífsgæði

Því það er okkar háttur í dag
að versla og pranga
Selja steríótæki og sjónvörp
ofan í alþýðumanninn svanga.Haugskonungur

Sál þín súr og bitur
af svikum og prettum er
þú aumkar þig líklegast mjög
þegar enginn sér.

Unir þér best
mykjufjalli á
þar sem á toppnum trónir þú
enginn annar bita af því má fá.

Auðurinn þig á
kvelur og pínir
harmar mjög
ef einum, tveim krónum þú týnir.

Þú ert mannanna mestur
yfir heiðarlegan almúga hafinn
drottnari undirheima
hrikalega kvalinn.

En þú neyðist til að umgangast oss
snauðan almúga mann
ég vil þig ekki dæma hart
Guð það einn getur hann.

En samt get ég sagt að mér læðist sá grunur
að til heljar farir þú
nema auðnum þú deilir
með mér hér og nú.

Og að þá frið munir þú fá
í þitt sinni
verða Guði þóknanlegur


HaustGrasið græna
er farið að fölna,
einnig er hugur minn
farinn að bresta…

Kannski það
hausti líka í huga mér?
Heimsins besta Ljóð. Endir
Örn Úlriksson
1976-

Heimsins besta ljóð verður ekki sagt með orðum. Þess vegna skrifaði ég þetta hér. Ef að fólk er með einhverju viti sér það að þetta er heimsins innihaldríkasta Ljóð. Þó svo að einhvurrir spekingar segi að þetta geti ekki kallast kvæði, en þá verð ég að vera þeim algerlega ósammála. Það er ritfrelsi og ég ætti að hafa þann rétt að birta þetta kvæði eins og ég hef fengið birtingu á öðrum kvæðum eftir mig. Þakka ég ljodi.is fyrir frábært framtak sem þessi vefur er, ég er þeim varanlega þakklátur.
Ég las svo í blaði að Voltaire hefði samið sögu um veru utan úr honum víða alheim sem hefði gefið mannskeppunni bók er átti að inni halda alla heimsins visku. En er litli maðurinn opnaði hana sá hann bara auðar síður spjaldanna á milli! Þannig að ég hlít að hafa eitthvað fyrir mér hér...
Víst að jafn merkur maður og Voltaire sér viskuna í kvæði sem þessu.

Hringekja Síbrotamannsins.

Kominn á letigarðinn
enn eina ferðina
hristir haus og glottir
framan í strákana
sjáið hver er mættur.

Tendrað í feitum sterti inn í klefa, úti er komið rökkur.
Velkominn „heim“ þú ungi.
Vonandi líður þessi vist fljótt og vel.
sagðar eru fornar frægðarsögur
um tíma sem voru kannski aldrei til
nema í huga sögumannsins.

Ár Guttans líða misjafnlega, sæmilega og illa.
Og einn dag hann fær að arka útum garðshliðið upp á veg.
Hann er með 1450 kr. í vasanum.
Og í huga sér hann segir:
Hingað kem ég aldrei aftur.

En einn daginn á letigarðinn kemur þangað eldri maður...
Enn eina ferðina.
Hann hristir haus og glottir, tannlausu glotti,
framan í kallana og segir:
Sjáið, já, sjáið hvur er mættur og er kominn til að vera.


Örn Úlriksson
1976-

Ég segi hvur! Og þá vegna þess að hverir gjósa... Hver var það? Strókur eða geysir? Nei, það var hvur og hann gýs ekki.

Í mínu höfði


Það sem getur gerst í einu mannshöfði.
Framtíð mannanna ákveðin,
framandi heimar skapaðir
syndir afmáðar.
Allt í huga eins manns.
Og þar eru bardagar lífs míns háðir.
Þar á vígvelli hugans er ég óbreyttur hermaður í skotgröf.
Kúlur á milli stríðandi fylkinga þjóta.
Togstreitan er á milli góðs og ills.
Þar er ég verðandi einræðisherra,
sem vill einangra þegna sína frá umheiminum,
svo að þeir geri ekki uppreisn
að stríði loknu.Örn Úlriksson
1976-

Samið á Kvíabryggju 2000. Þegar ég háði stríð mitt við máttarvöldin og hafði sigur yfir djöflinum.

In inferno


Í Helvíti er Cokca cola sjálfsali
sem kostar 100 krónur í
amfetamín á spott prís
og Kókaínið gefins.

Bankastjóri og verðbréfaguttar
Sem valda gengishruni árvisst
og varanlegri óðaverðbólgu
með óvandaðri efnahagsstefnu.

Svikulir Forstjórar með ímyndarhönnuði á launum
Bókara sem hagræða tölum svo fjárfestar bíti á öngulinn
Og lævís kvendi sem flakka á milli seljandi sig og-
stolnum upplýsingum hæstbjóðanda.

Og ráðandi herra hlær og lætur allt vera stjórnlaust
Hugleiðir jafnvél að gefa vald sitt frá sér
Með draumóra um að þurfa ekkert að gera
Eins og drottnara heimsins er einum lagið.

Og göturnar eru fullar af [Gáfuðum] götustrákum
Sem dreyma um að verða eitthvað af ofantöldu
En brjótast inn og stela litlu bitunum sem gleymast á
borðum höfðingjanna.

Lögreglumenn Helvítis vernda þig gegn gæsku
Sem einhver staðar óeinkennilega vill til að leynist
Í mannlífinu og ef að hún finnst er hún
Inni lokuð í ævilangt fangelsi eða á geðveikrahæli.

Pervertar eru í stöðum biskupa, presta og annarra sálusorgara
Sem lokka börnin til sín í nafni kærleika og góðmennsku.
Dómarar eru klámfíklar og drykkjumenn
Sem engum gefa grið nema sínum líkum.

Og þú hefur verið dæmdur til eilífðarvistar hér
en mundu að dópið er ódýrt og vínið frítt
Og losti er sú dyggð sem þú hélst að hún væri
Og heiðarleiki skiptir engvu máli.

En ég áminni að það varst þú sem seldir mér
Sálu þína í skiptum fyrir óverðtryggt lán í erlendri mynt
Til að geta keypt þér demanta og verönd
Svo nágrannarnir myndu ekki sjá að þú værir sparsamur og hygginn.


Leitin að lífinu


Hvar er lífið sem ég taldi að væri selt í stórmarkaðnum og tískubúðunum?
Já, hvar er það líf, þetta góða líf?
Ég finn það hvergi. Ég leita búð úr búð frá kaupmanni til kaupmanns í Smára og Kringlu, er jafnvel úti og horfi til stjarnanna til að leita.
Er það að finna í himinhvolfunum þetta líf sem ég leita að?
Hafa vísindamenn uppgötvað það og stílfært til fjöldaframleiðslu?
Dauðann finn ég og er þó ekki að leita.
Hann er í sígarettunni og ljósum prýddum skemmtistöðum.
Hann er sveittur á dansgólfinu í alsælu.
Hann er í strætinu, hann er í kogganum rámur og hás.
Hann læðist að vitund grunlausra barna í formi saklausra leikja,
hann er í barnapíunni sem horfir á „meinlaust“ porn með flekklausa kærastanum sínum. Dauðinn er ríkjandi alls staðar í fréttunum, jafnvel í saklausum kosningum og fegurðarsamkeppnum.
En hvar er þetta líf sem mér var heitið í vöggunni og á leikskólanum áður en barnapían kom og spillti minni vitund, áður en fréttirnar smugu inní sálina? Já, hví finn ég það ekki í hillunum innan um tískuvörurnar?
Bandið spilar og sveittur strákur á skemmtistað dansar og hrekklaus stelpa er líka með án þess þó að vita við hvaða mars hún er að dansa.
Og börnin syngja „Þá var kátt í höllinni“ við lag dauða bandsins.
Þetta er ljóð mitt til þín, já til þín sem kannt að geyma mitt líf.
Og ég segi þér nú að brjóst mitt er fullt af ótta og samviska mín svört sem samviskur virðulegra borgara. En góðborgarar finnast ekki lengur, því fyrir mér eru bara til rík svín sem felast í fílabeinsturnum með dauðann ræktaðan í görðunum sínum.
Þetta er samviskulaust ríkt fólk sem hefur áhyggjur af sveiflum hlutabréfamarkaðarins og það er fólkið sem stal lífinu í frelsisins nafni.
En ég, hugsa ég stundum. Hvernig verð ég ef ég efnast einn daginn?
Verð ég þá líka tilfinningalaust svín sem hrín í takt við markaðinn.
Verð ég hluti þess valds sem um mannslíf ekkert skeytir?
Verð ég þá partur af líflausu afli peningamaskínunnar?
Ég sem þrái líf fullt af heilbrigðum gildum og jafnrétti.
Þetta líf var eitt sinn til. Ég hef lesið um það, um gömlu fjölskyldueininguna, það liggur falið undir niðri. En ég finn það ekki í mínu lifanda lífi, þó ég leiti búð úr búð. Allt annað er að finna svo sem hægindavörur, hagræðingarvörur og vörur sem „allir“ þurfa að eiga. En gildin finn ég hvergi. Því er það svo fyrir mér að frjálshyggjan hefir leyst spilltasta eðli mannsins úr læðingi og hin gömlu gildi vikið fyrir markaðnum. Ég þrái einfaldleika og öldungaráð vitiborinna, ekki þessa reglugerðamaskínu bakarísdrengja sem auðinn fengu í arf. Er þessi hugsun mín óraunsæ og barnaleg? Er þetta ósk vitfirrts manns sem kann ekki hinn spillta leik?
Eða er ég óspilltur með réttmætar óskir?
Ósk mín um endurreisn hinna góðu gilda verður seint uppfyllt í þeim veruleika sem er nú ríkjandi.
Frjálshyggjan, ekki endilega hægristefnan, hefur kviksett lífið og við syngjum öll jarðarfararsálminn djúpt inni í sálum okkar ómeðvituð, þar sem við keyrum á óráðlegum hraða í gegnum tilveruna. Blind leit að lífsgæðum og allaveganna hægindum hafa tekið það líf er ég sækist eftir að lifa.


1) Samkvæmt „réttri Íslensku“ á að skrifa þetta öðuvísi, en þar sem um fjölda fólks er að ræða hlýtur að vera um fleiri en eina samvisku að ræða. Og einnig er ekkert víst að allir „virðulegir borgarar séu með samvisku líkt og með fólk í öðrum hornum tilverunnar.

Hafi maður ekki verið sósíalisti fyrir þrítugt er maður samviskulaus en sé maður það ennþá um og eftir þrítugt er maður vitlaus. Þessi orð náðu eyrum mínum og mér finnst þau nokkuð rétt.


Án titils


Allir lifa í draumi
Því allir þurfa draum
til að lifa í.

Og allir þurfa draum
Til að deyja í...

Ný skrifbók


Draumur að eiga nýja skrifblokk fyrir hugsanir sínar.
Ef ekki væri fyrir þessa stílabók myndu þær vekjast –
um í tjörn hugans eins og silungar.
Penninn er veiðistöng og orðin eru aflinn sem ég dreg að landi.
Og ef hann er verkaður rétt verð ég kannské lesinn af einhverjum mikilsmetnum. Kannské gára ég hans tjörn. En eru hugsanir einhvers virði ef þær hafa ekki umboðsmann á bakvið sig? Ef þær hafa ekki einhvern til að kreista andann úr orðunum og markaðsvæða þau? Eða eru þær mestar fríar og óbeislaðar?
Tamdar hugsanir eru t.d bílar og sömuleiðis morgunkornið þitt og svo framvegis.
Og því hlýtur heimurinn að vera hugsun og við hugsanir...,...,
Ég er frjálsleg hugsun,,, ótaminn...
Og nú tek ég á mig mynd sem maður,,, og er nú í fjötrum holdsins,,,
á þessari líðandi stund... Við erum öll orð,,,, -
ef við setjum samasemmerki á milli orða og hugsana?
Og öll orð eru lítilsverð ef engin hugsun er á bak við þau...

Keypti eitt sinn nýja skrifbók og það var sem guð hefði gefið mér hana.;o).

Málsmetandi mönnum er kerfisbundna menntun hafa öðlast í íslenskri málfræði kann að mislíka það að menn sem engva formlega menntun kerfisins hafa, sem ég skuli gefa sér leyfi til að hafa sín „Kvæði“ í Karakter við sjálfan sig. Tek ég hér dæmi: Kannski á líklegast að skrifa sem kannski. Samkvæmt menntun ykkar. En ég hefi lært mína Íslensku upp úr bókum er flestar hverjar eru gamlar, og þar hef ég hef heillast af gömlu ritmáli. Og ef ég ætla að gefa þessu kvæði minn karakter skrifa ég Kannskið okkar góða sem Kannské sem hæfir mínum karakter. Það ætti að vera mitt? Ekki rétt? já og nú fáið mig til að nefna mig fyrst sem skáld sem ég hef ekki talið að ég væri, því ætti það að vera mitt skáldlega leyfi að gera það. Og ef skáldaleyfi yrði tekið af mönnum yrðu fár bækur ritaðar, og sárafá ljóð. Ég sét minn karakter í það sem ég skrifa. Má vera að ég sé sérvitur. En mín karakter einkenni ættu vissulega fá að vera í mínum kvæðum, ekki rétt. En hefur ljóðinu ekki verið stolið? Það er eins og mig minni það. Og því held ég að maður með kunnáttu af þjófnaði ætti að reyna að endurheimta það til að gefa því frelsi á ný. Ætti ekki Ljóðið að fá frelsi á ný? Eða á það að vera fyrir fámennan hóp manna og kvenna er fá að velja sér „skáld“ sem skrifa eftir forskriftar plani elítunar? En eins og við vitum eru tilraunir af hinu góða. Sumar tilraunir skila engu en enn aðrar koma með áður óþekktan skilning á lífinu. Svo ég vitni í Einstein. :„Trú án vísinda er ekki góð trú. En vísindi án trúar eru engin vísindi“. Við höfum trú á Ljóðinu er það ekki rétt hjá mér? og því verður að gera tilraunir á því. Sumar munu af engu verða en einhverjar ættu að standa eftir lesin eftir 100 ár.
Lifið heil.
Og hverju býttar það?


Ég nota hvorki höfuðstaf né stuðla.
Og hverju býttar það?
Ég nenni hreinlega ekki að læra bragfræðina.
En ég er samt micro skáld.
Og mér líkar mín fáu ljóð, á góðum degi.
Sem er gott á meðan er.

Sit og læt mig dreyma um hið fullkomna.
kvarta ekki í Guð og ásaka ekki Djöfulinn, sem
birst hefur í hundslíki með veðmál og samning í farteskinu
tilbúinn til þjónustu oftar en einusinni, um ekki neitt sem aflaga er.

Ég les ljóð eftir Sigfús Daðason sem mér líkar ágætlega.
Hann er greinilega vel gefinn, menntaður maður sem lesið hefur gríska goðafræði.
Ég kemst ekki með tærnar þar sem hann hefur menntaða hælana í ný pússuðum skónum.

Hverju býttar það svosem?
Hvaða máli skiptir að ég komi ekki
mínum ljóðum á framfæri
vegna þokkalegrar stafsetningar
Hverjum er ekki sama ?
Ég er bara orðsnápur sem ræðir við sjálfan sig um heimsins gögn og nauðsynjar

Ég er öngur ritsnillingur.
Ég er engvin, ég er minna en ekki neitt.
Það eina sem ég get með nokkuð góðu móti er að lesa. Og hvaða fífl getur ekki lesið sig til upp á eigin spítur?
En þá hlít ég einnig að vera fífl þar sem ég skil ekki einu sinni allt.
Svo sem latínu rumurnar í Íslandsklukkunni,
(hef ekki fengið færi á að læra latínu)
kaflann í Atómstöðinni, goðafræðina í Fást, og þá vegna þess að ég hef ekki lesið gríska goðafræði.
En brjálæði Strindbergs skil ég vel.
Því sjálfur er ég brjálaður og mér
finnst Þórbergur kjáni.

Já, ég geng heill en haltur um veraldarinnar skóg.
En hann er brunninn, höggvinn niður.
Ekki af illra manna höndum.
Nei, heldur kveikti ég eldinn sjálfur og var með mína eigin öxi.
Einn í nóttinni og skreið í felur á daginn með brunasár...

Allt svo var mér talin trú um það.
Og svo sá ég að öfundsýkin og græðgin voru þau óhæfu öfl sem hjuggu niður mín tré og kveiktu elda mína svo ég yrði hvergi hultur.

Hverju skiptir það?
Hverjum er ekki sama?
Ekki kvarta Ég í Guð og ásaka ekki Skrattann um neitt sem aflaga er.Píslarvottur


Í Palestínu heldur strákur upp á 15tán ára afmæli sitt.
Það eru engar gjafir né veisla og flest hús í nágrenninu eru hrunin.
Hann gengur að móður sinni og segir: Mamma ég vil vera hryðjuverkamaður. Og móðirin horfir góðlátlega á son sinn og segir :
Þú meinar Píslavottur eins og hann Akmeth Alslamabat frændi þinn.
Já, segir strákurinn. Vegna þess að ég vil berjast gegn öllu því sem illt er og ég vil frjálsa Palestínu. Og ég vil að húsin hér við hliðina rísi upp að nýju. Og að börnin geti leikið sér án þess að eiga á hættu að vera hrakin í burtu af hermönnum Ísraelsríkis. Fæ ég sprengju belti í gjöf eins og Akmeth fékk er hann varð 18tján ára? Móðirin sem er þreytt horfir á son sinn og segir: Við eigum frændur í frelsissamtökum Palestínu. Ég sé hvað ég get gert. Strákurinn fer út og gengur um rústirnar þar til að kallað er í hann heim og þegar þangað er komið er honum sagt að fara úr að ofan. Hann hlýðir og maður setur utan um hann belti hlaðið sprengi efni. Og það er sagt við hann að honum verið smyglað yfir landamærin til Ísraels og þegar þangað er komið eigi hann að taka strætisvagn er gengur að barnaskóla þar. Það verður og þegar yfir er komið bíður hann eftir vagninum. Og er vagninn kemur og er stöðvaður horfir vagnstjórinn tortrygginn á hann en sér að þetta er aðeins strákur og hleypir honum því inn. Strákurinn fær sér sæti hjá lítilli stelpu og sér bjarma af augum hennar er hann lítur í þau og segir : Gegn allri illsku og til heiðurs frjálsrar Palestínu, Allah.Reminder of my faith.


Maybe I´m no saint,
But I´m just as nice.
Perhaps I´m not in grace
With most people in existence.
But God loves me like I am his son.

I have got no visible scars on my face.
It is pretty just like yours.
They are all on my soul.
And she used to be in tatters and unclean
And my heart was broken.

But I had the fire in my eyes,
And my heart was willing to embrace
The Word of God and our savior Jesus Christ.
It may sound simple, but it was smart,
And it gave me my life and my peace back.

The Word cleaned up my soul
And restored my heart.
It is possible for every man
Who is walking on the crooked trail of life
To be cleaned by the power of the Word.

I never really fell from the grace of God
I only managed to obtain it.
Now I pray that I can still keep it
In return for my service
Here on Earth and beyond.

I always had kindness in my soul
But my mind sometimes forgot it.
I stole and drank, and I lied and did drugs
Then I was alone with my guilt,
And my mind remembered my true value.


And in my past I was also blind to wisdom
But my eyes were open.
It is not good to be blind
When you can see, and have wisdom
In your soul and give back the kindness of the Lord.

I’m not perfect
But I am willing to be a better man.
And that is what God is seeking in mankind.
You only have to ask Him,
And He will open his heart for you.

It won’t happen over night
It may take days and years.
Be patient and slowly you will gain knowledge.
And you may stumble or fall
But true people stand up and keep on going in faith.

You may have a vision that no one else can see
And it may seem like the world is blind
Remember that all are not able
To see clear at night.
Just look up at the stars and keep on going in the name of
Jesus Christ the savior and God almighty

And if I do anything other than live in the Spirit
I will go back to my old self.
Perhaps not the same day
But I will slowly drift back
And lose myself to the temptation of the world.

This is written as a reminder
Of the power that God and the Word
Can give an unfortunate man like me.
A man who has spent his youth incarcerated
For crimes against himself and his society.
Riddari.


Ég er Peð í lífsins tafli
en mitt sjálf er Riddari
Er festist í amfetamín skafli
og kom svo til Guðs altari.

Rósabeð Skaparans


Ég hafði kórónu lífsins
Í hendi mér augnablik
Og sannleikann í hjarta
Sem opinberaðist mér í Jesú Kristi

Ég fékk að sjá yfir sviðið

Og komst að tilraun andans
Sá að flestir eru aðeins mold í rósabeði skaparans.

Spegilmynd.


Að vera og ekki vera epískur.
Það er spurningin sem fær hjólin
til að snúast í höfði mér.
Að lesa eitthvað sem varla hefur tilgang
né meiningu fær mig ekki til að hugsa.
Ekki til að bölva, það fær mig til að gera það andstæða.
Það fær mig ekki til að sýna nein viðbrögð.
Það fær mig ekki til að sýna nein viðbrögð.
Ekki til að bölva, það fær mig til að gera það andstæða.
né meiningu fær mig ekki til að hugsa.
Að lesa eitthvað sem varla hefur tilgang
til að snúast í höfði mér.
Það er spurningin sem fær hjólið
Að vera og ekki vera epískur.

Um skáld


Þeir menn eru til
er sveima í kringum aldirnar
og feta í fótspor morðingjanna, þöglir.
Tína upp leifar tilverunnar
er liggja eins og brot úr spegli
á sviði alífsins og raða þeim saman í heildarmynd svo að við
fáum glöggvað okkur eitthvað betur á tilvistinni.
Þeir gnæfa yfir, nema bylgjur tímans.
Og verða á sveimi líkt og í upphafi alveg til dómsdags og eftir dóms dag og leggja drög að framtíðinni í nútíðinni og þeirra orð verða á enda þau sannleikans orð sem treysta verður á svo mannskepnan fái þrifist.
þeir sveima um í tilvist okkar í formi orða og hugsana og við drekkum í okkur anda þeirra.
Úti við sjó


Ungur maður bjó
í húsi út við sjó,
björg sína úr honum hann sér dró.

Hann óttaðist fátt,
fann sjaldan vanmátt.
Við Guð hann lifði í sátt.

Að óttast afkomu hann þekkti ekki
sinn eigin herra, laus við hlekki.
vann á sínu eigin dekki.

Gjöful mið alltaf hann fann.
Guð er góður, sagði hann
á meðan hann vann.

En svo hætti sjórinn að gefa
og við Guð hann byrjaði að steyta hnefa
og í hjarta kviknaði ótti er hann náði ekki að sefa.

Guð hann getur ekki verið góður,
ef hann lætur mig fara tilgangslausan róður.
Láta mig draga þyrsklingsfull netin er ég er þreyttur og lafmóður.
Nei slíkur Guð er ekki góður.

Í húsinu árin liðu og hjartað brann.
úti við sjóinn hvar hann miðin sín fann.
Einn áfram þraukaði hann.

Og á banabeði sínu
leið hann kvöl og pínu
hugsandi um gömlu miðin fínu.

Jafnvel ekki rétt áður en hann dó
gat hann í hjarta fundið frið né ró.
En Guð vitjaði hans þó.Við hlíðar Akrafjalls


Upp til hlíðar Akrafjalls eitt sinn ég fór
Í hjarta var þá ekki stór
Fann mér stein og settist friður
Til mín kvæði að skrifa niður

Ég horfði yfir á jökulinn
Dreyminn um sinn áður en ég tók upp pennann minn
Sólin skein og friðsælt var að vera undir beru lofti
Mikið gott mér það þótti

Bar þá allt í einu konu að sótsvarta í framan
Ég hrökk við og herptist saman
Hún sagði mér að hundskast af fjalli burt
Mér þóttist ég horfa framan í Gilitrutt

Ég beit þó saman, stóð upp og á skessu hastaði hart
Vegna þess að mér þótti þetta heldur svart
Hvaðan var sú trölla að koma, reið svona.
Eða var þetta kannske Skagakona!

Ég lét samt undan og hélt niður til minnar bifreiðar
Því greinilega úti minn friður var og nornirnar bálreiðar
Settist inn en hóaði þó á hana
Spurði hvað gengi á og hún stóð stíf sem trana

Ekki gat hún mér svarað skýrt
Andlit hennar var sem fjall auk þess ljótt og grýtt
Svo ég tók upp minn farsíma
Er ég sá að þetta var töpuð glíma

Hringdi í fógetann
Hann sagði: Já, Örn þú ert víst kominn í fjallabann
Ég alveg varð forunadan
já, þetta hún styður að hrekja burt góðan mann

Og nú ég hætti mér ekki lengur upp til hlíðar Akrafjalls
Án þess að vera vel vopnaður og hafa allt til alls
Ef skessa myndi koma með synina
Og slíta af mér limina

En ég mun ekki hefja stríð
Og vona að upp renni fyrir mér betri tíð
Og ég fái að vera frjáls
Uppi við hlíðar hvers Íslands fjalls.Örn Úlriksson
1976-

Uppkast gert 16 júní á meðann horft var til Akrafjalls á svölunum hjá móður minni og minningar streymdu til mín um liðinn atburð sem átti sér stað fyrir um 3ur árum. Sett svo inn á netið með lítilháttar breytingum og viðbótum. Telst fullklárað. 17júní 2004.

Tímarnir tveir
(Stolin saga af tímanum)
Sviðið er Egyptaland fyrir skeið píramídanna í þorpi ættar einnar þar sem hið fullkomna samfélag hefur myndast. Allir hafa jafnan rétt og eru jafnir að manngildi.
Allir geta gert allt en hver fer þá braut sem tíminn leggur.

Í þorpi þessu býr tíminn. Hann hefur ekkert annað að starfa en það að vera tíminn. Hann gengur um gólf fram og til baka, klæddur í kufl. Tikk, takk. Tikk, takk.Það má aldrei trufla tímann. Og enginn getur orðið tíminn nema tíminn og hann er eilífur. Hann er góður og lætur allt gerast.
Hann klappar stundum stráksnáða á kollinn er hann sækir sér brauð og annan mat.

Auðn ein mikil umlykur þorpið. Í henni eru vatnsból og litlar lendur fyrir sauði.
Hirðingi úr þorpi tímans finnur dag einn í henni barn í reifum.
Hvur á þetta barn og hvaðan er það komið spyr hirðinginn sig.
Það er óravegur í næsta þorp.
Hann tekur barnið með sér til þorpsins.

Þorpsbúar ákveða að taka barnið að sér og ala það upp sem eitt af sínum eigin.
Í ljós kemur að barnið er bæði gáfað og hæfileikaríkt.
Það byrjar næstum strax að babla á tungumáli þorpsbúa.
Það verður draumur allra þeirra og tíminn er góður við það.
Það getur orðið allt nema tíminn.
Því er kennt að það megi aldrei trufla tímann.

Misseri líða hjá og barnið lærir af þorpsbúum á lífið og einn dag er barnið spurt hvað það vilji vera þegar það er orðið stórt.
Barnið segist vilja vera tíminn, það er svo hrifið af tímanum.
Allir þorpsbúar telja það vera barnalegt og sætt.
Sko, það vill verða tíminn segja allir og brosa.
Einhver ár líða án þess að þorpsbúar hugsi frekar um það.

En einn dag fer barnið til tímans og tekur í kuflinn hans og spyr hvort hann vilji ekki kenna sér hvurnig á að vera tíminn! Öll lögmál hristast og skjálfa og tíminn hrekkur við og hann horfir óttasleginn á barnið. Hann er svo viðkvæmur. Nokkrir þorpsbúar hlaupa til og sækja barnið, taka það í burtu frá tímanum. Allir aðrir eru skelfdir eins og tíminn. Hvað var barnið að gera? Allir telja að nú sé í fyrsta skipti sem nokkur man eftir komið vitlaust barn í heiminn. Þorpsbúar þeir sem tala við barnið segja því aftur að aldrei megi það trufla tímann, ALDREI.

Allt hefur sinn gang og stundir líða en svar og framkoma barnsins hefur sáð fræi í hjörtum þorpsbúa og dag einn ákveða þeir að spyrja barnið aftur hvað það vilji vera þegar það er orðið stórt. Annars hefðu þau látið tímann um sitt. Aftur segist barnið vilja vera tíminn, þegar það er orðið stórt.
Það varð uppnám í þorpinu.
Barnið getur ekki, má ekki vera tíminn.
Hvernig á heimurinn að geta virkað almennilega ef í honum eru tveir tímar?
Hvor yrði réttur? Yrðu þeir eins? Á hvorum ætti að taka mark? Öll lögmál heimsins myndu hrynja ef í honum yrðu tveir tímar! Það er aðeins til einn alheims tími.

Svo þorpsbúar taka upp á því að senda barnið í burtu til næsta þorps.
Þar býr höfðingi og menn geta verið höfðingjar.
Allir þar eru góðir við barnið. En höfðinginn er óöruggur um sig vegna návistar barnsins sem er að verða vel stálpað.
En barnið vill ekki vera höfðingi.
Og einn dag er það horfið. Og enginn veit hvert það fór.
Þorpsbúar leituðu að barninu vítt og breitt um auðnina en fundu það ekki.

Barnið sem nú var að verða unglingur gékk inn í eyðimörkina.
Þar spurði það sjálft sig: Get ég orðið tíminn? Koma nýir tímar?
Ef ég er tíminn þá er ég nýi tíminn og þá hlýt ég að vera nútíminn hugsaði hann.
En hvað veit ég um það hvernig á að vera tíminn sagði hann upphátt við sjálfan sig? Engvin hefur kennt mér neitt. Þá heyrir hann rödd innra með sér sem segir: Ef þú er nútíminn þá þarf ekki að kenna þér neitt því þú ert það sem þú ert, þú ert upphaf og endir þíns sjálfs, farðu aftur í þorp gamla tímans og segðu þig vera hinn nýja tíma, sagði röddin. Það hugsar sig um er reikar um eyðimörkina eitt til tvö misseri.

En svo einn dag birtist það aftur í þorpi tímans og er orðið að unglingi og það segist vera nýi tíminn. Ég er nútíminn, segir það. Skelfing grípur um sig í þorpinu. Heimurinn ruglast, jörðin hristist, fossar renna uppí móti og gamla tímanum fipast, lögmálin hrynja en nýi tíminn grípur þau og heldur þeim uppi. Hvað gera þorpsbúar nú? Þau elska gamla tímann og geta ekki sætt sig við hinn nýja. Hann getur ekki verið góður, eða hvað? Við höfum haft sama tímann frá upphafi og við kunnum ekki á nýjan tíma. Þau huga að gamla tímanum og sjá að hann er orðinn veikur.

En margir þorpsbúar gefa ekki upp vonina á þann gamla, af því að þeir trúa á hann. Og því taka sumir þorpsbúar upp á því að flytja burt úr þorpinu og skilja nýja tímann eftir í því. þeir taka gamla tímann með sér og hjúkra honum og hann gefur sjálfur ekki upp alla von.
Og allir vita að allt er hægt með tíma og þolinmæði.
Þeir sem fóru taka því upp á því að hugsa sig aftur til gamla tímans og yfirgefa heim nýja tímans hægt og hægt þar gamli tíminn ríkir aftur hjá þeim.

En þeir sem eftir urðu í þorpinu lærðu smátt og smátt á nýja tímann. Honum fylgdi engin sérstök ógæfa, en margar nýjungar, siðir og menning. Brátt fór öllum að þykja jafnvænt um nýja tímann og svo hurfu þeir, sem mundu þann gamla, hægt og rólega. En bækur er ritaðar voru um gamla tímann var það eina sem minnti á hann. En sá nýi hafði margt að hugsa um eins og t.d. það, hvenær kemur næsti tími. Um þetta hugsaði hann er hann gekk um gólf í húsi sínu. Tikk takk, tikk takk.
Og gengur enn.

Sendiboðinn.

Ég var ungur, hálf fátækur, svangur og grannur í kapítalísku samfélagi og hafði lent í hremmingum á yngri árum er ég hafði samband við hið harða auðvald og bað um bein að naga af allsgnægðarborðunum þeirra. Sá sem var í forsvari fyrir auðvaldið svaraði Engvu en hlustaði á mig biðjast bónar minnar, en hummaði inn á milli orða minna og þegar ég bjóst við gæsku sagði það ekki neitt! Í fyrstu hugleiddi ég hvort þögnin þýddi ekki bara, já, ég fengi bein að naga og örlitla hjálp í lífinu! En öngva gæsku var að finna í þögn raddarinnar aðeins spennu svo ég fór að hugsa hvort það væri ekki bara þannig að viðmælandi minn passaði sig á að segja ekki neitt, því það er víst svo að fá orð bera minnsta ábyrgð. Svo ég tók til þess ráðs að biðja til Máttarvalda minna, í hljóði, um svar um hvað ég skyldi næst gera. Vegna þess að ég hafði heyrt að það væri algott og auðvaldinu æðri. Ekki stóð á svari. Þó trúlaus hafði ég verið lengi yfir æsku mína og hafði blótað skarattann í óvitaskap. Hann sagði, er hann blés mér inn svarið í anda, þú átt mikið erfiði framundan, en munt áorka miklu í mínu nafni. Og þá spurði auðvaldið loks hvort eitt bein kallaði ekki bara á annað! Ég svaraði og sagði: Eins og dagur kallar á nótt. Þögn. Og svo segir Guð því auðvaldið hélt sér í þögninni: Hjá mér verður þú ekki hlunnfarinn andlega sem veraldlega. Fyrirmæli hans voru svo þessi:

Dreptu fugl og farðu til vítis og hittu skrattann. Vegna þess að þú fæddist
saklaus sál og þú hefur verið skírður og fermdur í mínu nafni og hefur
játast mér eftir það í laumi og sál þín er mín löglega eign á
pappír, á jörðu sem á himnum. Og er þú kemur þangað mun allur vindur úr „skratta“ fara. En semdu við hann um matseldina á fuglinum, sagði hinn almáttugi meistari, vegna þess að ég hef ráð við öllum þínum vanda. Þér verður ekki meint af þó sársaukinn verði mikill er ég læt þig falla úr náð minni. Og þótt þú gleymir Guði, þá gleymi ég ekki þér.
Og margoft hefur þú verið að vinna fyrir mig, ómeðvitað, sem minn vöndur. Ég arkaði því niður að síldarplani og fór yfir varnargarð þar niður við höfnina og tók mér stein í hönd og kastaði í átt að múkka sem flögraði þar við útrennsli frystihússins, í leit að æti. Ég hitti hann strax í höfuð stað og dauður hann féll til jarðar. Ég tók hann upp og sagði: Nú hef ég þetta hræ, Guð minn góður, og löng er leiðin til vítis, og vart verð ég samur eftir þá ferð, en lífslöngun mín er mikil. Hann endurtók það sem hann hafði áður sagt við hjarta mitt er hann sagði: Það er erfitt verk og hart framundan, en þú ert í hjarta góður, þó stundum þú gleymir gæskunni í róti lífsins. En ég lít á hjartað, ekki framkomu né gjörðir og verðugir eru þeir er játast mér og viðurkenna sínar syndir. Þeirra er ekki ótti, sekt né dómur. Því ætla ég að bera þig þína leið til baka svo þú finnur ekki fyrir neinu, er þú ert frelsaður í mínu nafni og hefur afneitað sjálfum þér mun allt verða nýtt. Ég er þinn faðir, þín móðir ég skapari þinn, hin fullkomna frummynd. Svo farðu nú og blótaðu Skrattann, endurtók Guð, þar til hann tekur við þér og opnar fyrir þér sínar dyr. Svo ég lagði af stað með fuglinn á öxl og byrjaði að kalla á „Skratta“.

Og hann lét blekkjast og bauð mér til sín niður í vítin sjö. Ég bankaði á hverjar vítis dyrnar á fætur annarri og við þá sjöundu kom skrattinn sjálfur til svara og opnaði fyrir mér hreinn sem aldrei fyrr. Hann var í sjalket, með slaufu og á höfði hann hafði Pípu hatt. Ég kom beint fram og sagði: Hæ ég hef hér fugls hræ! Hann Sagði: Ja, komdu inn drengur og við skulum ræða saman og hann muldraði um hrun og að guð hefði nú snúið á sig. En hann bauð mér sæti, tók af mér jakkann. Svo rétti hann mér hanastelsblöndu og bauð mér Diasepam. Ég afþakkaði pent en sagðist hafa heyrt að hér væri heitt og spurði hvort ég gæti ekki minn múkka hér matreitt. Hann sló sér á lær og skelli hló og sagði: Nú er þú bankaðir hér allur eldur dó. Því ræfillinn þú ert Guði merktur og ert verkfæri hans. Hann fuðraði upp áður en ég náði að spyrja hvað hefði orðið um þá vítisloga sem brennt hafa fordæmda um aldir. Rödd hans heyrði ég þó í fjarska. Og hann sprakk úr hlátri og sagði: nú er minn samningur útrunninn og maðurinn án Guðs er nú ekki neitt. Hví þá það spurði ég þá út í loftið. Vegna þess að flestir eru fermdir og skírðir og hafa játast hann, sem er í raun minn faðir. Og nú er ég máttlaus og verðlaus með öllu og minn máttur er uppurinn og verðbréf mín féllu í verði. Ég bað Guð að blessa hann og hélt til baka mína leið, svangur og þreyttur. Og er ég var kominn til baka í mannanna heim settist ég niður eftir áralanga leið og skrifaði þessa sögu...

Afstyrmið


Getur þú ímyndað þér hvernig það er að hafa ekkert í friði fyrir öðrum? Ekki neitt, ekki einu sinni það sem þú skrifar, og að sjálfstæð barnsleg hugsun þín sé ógn við syndir hinna fullorðnu. Orð þín og barnslegt sakleysi ýfir upp kvöl og kveikir undir báli fyrirlitningar verndarans þér í garð, hún sér svo eftir að hafa alið af sér eitraða ótukttinna sem aldrei mun verða neitt og átti aldrei að verða að sjálfstæðu lífi. Og fátt það sem þú segir eða gerir er talið skiljanlegt eða í takt við kvalafullan fátækan veruleikann sem er „algildur“ í heimi hér! Aldrei fá orð þín og tilfinningar þá athygli og ástúð sem þú leita eftir. Að vinna af kappi að föstu markmiði er ekki í samræmi við hugmyndar fræði mannfyrirlitningarinnar og ef að þú minnist á eitt hvað samskonar, bara takmarksins vegna, er það sagt vera „óráðshugmynd“ og það er hlegið að þér og þú sagður skrýtinn eða vitlaus, en líklegast er um báða kostina að ræða. Frændur þínir hrækja aftan á bak þitt þegar þið eruð á leiðinni heim eftir að hafa verið niður við höfn að drepa og pína sjófugla og þeir breiða yfir sök sína, því það er þú sem er sá vondi. Klyfjuð af illgjörðum heimsins læra eldri systkin þín það af styrkri haldleiðslu að þú sért illur, vitlaus og skrítinn vegna þess að þú ert alltaf að hugsa og/eða tala, og þess vegna hata allir í þínu Helvíti þig. Aðeins vegna þess að innra með þér logar kærleiks ljós sem er óslökkvandi sem verður að fyrirlíta, af því að það kastar birtu í átt til þeirra er uggandi eru yfir orðum þínum.
Að hugsa er ekki lengur heimilt vegna þess að hún er orðin full skír fyrir fólk með tæra samvisku sem ber af sér allan skilning á hegðan þinni og háttum og upp fara vaxa hugmyndir um að þú sért andlega vanþroskaður og of virkur og að þín bíði að leggjast í dauðans gröf snemma á lífsleiðinni og það birtir yfir verndaranum sem sér í hugskotum sér syndina deyja hægt og hægt og hugsar það fari að horfa til betri vegar þegar helvítis barnið er dautt. Og öll mannúð hverfur endanlega úr tilvistinni líkt og þegar sólin sest til viðar nema þegar sína þarf alla þá ógæfu er bölvuð þú ótugtin ert hinum fórnfúsa verndara sínum og fólk fer að kenna í brjóst um hana.
Að hugsa! Slíkt er vitanlega engvum, nema stöku vitleysingum er sitja einir inn á skrifstofum sínum gagnslausir mikilvægra fólki sem getur drukkið brennivín og farið ham skiptum frá sárkvöldum manneskjum yfir í slefandi siðlausa drýsla sem tilheyra undirdjúpunum og kunna hin eina rétta lífsgaldur sem er að lifa í siðspillingu og hórdóm og svo einungis þegja um brot sín á sál og vernd andstyggðarinnar.
En það verður að þvinga helvítissakleysingjann til að halda kjaft hvar sem hann er niður kominn. Ekki skal hann opna munninn án harðrar grimmilegrar andlegrar kúgunar og kinnhesta, þó að það kosti hann lífið, og ef það verðu innan tíðar þá kannski hefst líf mitt á ný, hugsar drottnarinn. En fara verður varlega þegar barni skal banað með klókindum og siðspillingu vegna þess að drýslar og saurlífskvendi helvítis verða einnig að hlúa að æru sinni á meðal manna og þá eru niðurbrotnir aumingjar gott skjól fyrir veraldarinnar viðbjóðslegu gæsku og þeir vekja líka upp meðaumkun sem er svo góð ef maður á hana ekki skilið. Í huga þessarar syndugu konu er barnið ól varð meðaumkun að samúð og samúð að meðaumkun, hatur af ást og ást að hatri, fyrirlitning varð í sjúkum huga skilin sem gæska og háðung sem blíðuhót og hún óskaði þess að fá að verða aftur ósnert snót er aldrei fékk blíðu hót sem svo óx upp sem hin kolsvarta lastana rót.
Að hugsa færð þú samt í slagtogi við eldri drengi ef um afbrot, drykkju eða fjáröflun til fíkniefnakaupa er að ræða, sem farinn eru að tilheyra tilvistinni eftir að þér voru gefin fíkni efni 12 ára gömlum af leiðbeinandi gæsku hönd þíns saklausa bróðir og þú lærir að þá er hugvit ekki illa séð og þar má nota það. Þetta er þitt hlutverk á meðan þú lifir í mannanna vesældar heim, hér er allt í föstuskorðum, hér er allt í „góðu“ svo ekki segja frá kvöl þinni af því að ekki má ógna öruggri stöðu þeirra er telft hafa sakleysingjanum fram sér til hlífðar og upphefðar.
Á meðan þú heldur þinni stefnu í átt að gröfinni er allt stillt og rótt hjá þeim sem einhverja siðferðilega ábyrgð ættu með réttu á velferð þinni að axla. Þetta er þitt líf og ekki skaltu voga þér að gefa þér að sullaralegum tálsýnum eins og þeirri heimsku tálsýn að menntun sé af hinu góða og að það sé gott fólk sem sé menntað, því ekki er það sá veruleiki sem þér var fundinn staður sakir ofdrykkju og andlegrar fátæktar þeirra er höfðu fyrir þér vit.
Þú átt að vita að slíkt fólk ekki metið að jöfnuði við þau skítugu klæði sem þú klæðist í. Vei, þér ef þú vogar þér að gera aðra tilraun til að rísa upp til að brjóta upp yfir þetta fyrirkomulag því þá þurfa þau sem ábyrg eru að axla sjálf okkar klyfjar og blekking sú er að nefnd er hin óvéfengjanlegi sannleikur gæti tekið að leysast upp og ljós þitt Ótuktarinnar gæti farið að vera öllum sýnilegt. Og ef byrðin fer af þér ungum drengnum ertu sakaður um að„kúga“ vegna þess að þú reifst þig lausan frá dauðans greipum svo þú gætir lifað þínu lítilsverða lífi í réttlátri ró. Einn án samúðar því þú fórst frá dýpstu hyljum helvítis og hleyptir birtunni niður í heldýpið.
Þú ógnin sem veittist að öðrum sem barn í tryllingslegri angist og heift á er að sýndist af óskiljanlegri ástæðu eða ónáttúru einni samann, hafði þá eftir allt réttlátan málstað að berjast fyrir...

Þú hafði þér lífið fyrir stefnu og markmið og varðst því að umbreyta þröngri veröldinni kringum sig í takt við heilbrigða skynjun þín og skynsemi og lýsa yfir það bjartan loga sannleikans og axlaðir þínar eigin byrðar...